Louis Roederer
Louis Roederer var upphaflega stofnað árið 1776 af Mr. Dubois og sonum hans sem Dubois Père & Fils. Louis Roederer erfði kampavínshúsið frá föðurbróður sínum árið 1833 og gaf því nafnið sitt sem við þekkjum svo vel í dag. Hann er talinn einn áhrifamesti einstaklingurinn varðandi áhrif á þróun kampavíns og kampavínsverslunar. Þetta heimsþekkta kampavínshús er eitt af örfáum vínhúsum í kampavínshéruðum Frakklands sem er fjölskyldufyrirtæki(maisons de champagne) og enn í eigu sömu fjölskyldu. Því er stjórnað af Frédéric Rouzaud sem er fulltrúi sjöundu kynslóðar Louis Roederer ættarinnar! Kjallarameistari Louis Roederer er einn besti og þekktasti kjallarameistari heims, Jean-Baptiste Lecaillon Um miðja 19. öld eignaðist Louis Roederer nokkrar af bestu Grand Cru víngörðunum í Champagne héraði Frakklands. Þetta var óvenjulegt á þeim tíma þar sem flest öll kampavínshúsin áttu ekki Grand Cru ekrur heldur keyptu vínber sín annars staðar frá. Með þessu óvenjulega útspili gat vínhúsið stjórnað nákvæmlega öllum ferli ræktunarinnar. Þannig lagði Louis Roederer grunninn að sínum frábæru kampavínum. Þetta leiddi m.a. til þess að árið 1876 bað Alexander II Rússlandskeisari Louis Roederer um að búa til sérstakt kampavín fyrir eigin neyslu. Tsarinn hafði lengi elskað fínt kampavín og var sérstakur aðdáandi vínhússins. Þetta kampavín átti að endurspegla allt það besta í einu kampavíni. Algjört hámark gæða. Einnig vildi Keisarinn að þetta væri kristalsflaska eða gegnsæ svo hann gæti séð hvort eitri hefði verið bætt í. Loks mátti ekki vera neitt „innskot“ í botni flöskunnar þar sem mögulega væri hægt að koma fyrir sprengiefni! Varfærni hans var skiljanleg þar sem helmingur fyrri 12 keisara Rússlands voru myrtir, örlög sem áttu einnig eftir að verða örlög hans þrátt fyrir varfærnina. Vegna Grand Cru vínekrukaupanna gat Louis Roederer uppfyllt þessa ósk Alexander II og kampavínið Cristal varð til. Nikolai II hafði sama smekk og faðir hans og lét Cristal vera áfram kampavín Romanoffættarinnar, allt þar til að rússneska byltingin hélt innreið sína með þeim voðaatburðum sem þá urðu. Frá stofnun Champagne Louis Roederer hefur húsið verið samheiti fyrir virtustu og bestu kampavínshús heims.Chateau Jean Voisin
Saga vínhússins franska Château Jean Voisin hefst árið 1583 þegar maður að nafni Jean Voisin, borgarstjóri í Saint-Émilion reisti sér býli á frekar ókönnuðu en þokkalega varðveittu landi þar um slóðir. Hann gerði sér fljótlega ljóst að landið og jarðvegurinn hentaði vel til framleiðslu á vínþrúgum og Saint-Émilion vínið frá Jean Voisin tók að vaxa og þróast. Chassagnoux fjölskyldan keypti sig síðan inn í Chateau Jean Voisin árið 1955 en framleiðsla á afburða rauðvíni var hugarfóstur og aðaláhugamál systkinanna Pierre Chassagnoux og Amedee Chassagnoux. Í dag er Jean Voisin áfram fjölskyldurekið vínhús þar sem það er enn í eigu og stjórnað af fjölskyldumeðlimunum Xavier Chassagnoux og Laurence Chassagnoux. Vínekrurnar liggja norðan við Saint Émilion hérað Frakklands, skammt frá Barbanne þverám og landamærunum við Montagne Saint Émilion. 15 hektarar eru gróðursettir í einni lóð umhverfis Château á hásléttu Saint-Émilion. Víngarður Chateau Jean Voisin er gróðursettur að mestu með Merlot þrúgunni sem gefur víninu mikið og ávaxtaríkt bragð með mjúki tanninn. Einnig er um 10% Cabernet Franc þrúgan, sem færir víninu glæsileika og margbreytileika. Þó víngarðurinn sé lítill þá er hann vel staðsettur á hásléttu í norðurhluta St.Emilion.

Domaines Ott
Domaines Ott vínhúsið var stofnað árið 1912 af Marcel Ott. Þetta þekkta vínhús er staðsett í Provence héraði við Miðjarðarhaf, nánast við sjávarsíðuna. Á upphafstíma Domaines Ott keypti Marcel Ott nokkrar vínekrur í Provence héraði Frakklands og endurnýjaði þær að fullu með þeim staðfasta metnaði að búa til frábær Provencal vín úr göfugum þrúgutegundum. Í dag reka frændurnir Christian og Jean-François Ott vínhúsið og tileinka líf sitt ást forföður síns á Domines Ott vínum. Í dag er þetta fræga vínhús í meirihlutaeigu og umsjón Louis Roederer ( frá 2004) og býr til nokkur af bestu rósavínum Frakklands. Rósavínin By Ott, Chateau Romassan, Chateau De Selle, Clos Mireille og hið fræga Étoile sem er ávallt í hópi bestu rósavína heims. Þessi rósavín eru framleidd í þremur mismunandi búum: Château Romassan (Bandol), Clos Mireille og Château de Selle í Côtes de Provence héraði. Hver þessara svæða hefur sinn eigin sjarma og persónuleika, allt eftir jarðvegi og hæð þeirra yfir sjó. Til gamans má nefna að eftir endurnýjun jarðvegsins á Château Romassan ekrunum þá tók það rúmlega 30 ár þar til gæði berjanna voru orðin það góð að kjallarameistari Domaines Ott taldi ekruna tilbúna til að búa til alvöru gæðavín! Öll búin hlúa að uppskeru sinni með lífrænum áburði ásamt því að nota náttúrulegar efnablöndur við meðferð á algengum vínviðasjúkdómum. Öll búin eru því lífrænt vottuð. Búin eru meðal þeirra þekktustu í Provence héraði m.t.t. gæða og lífrænnar jarðvegsvottunar. Einnig framleiðir Domaines Ott glæsilegt hvítvín, hvítvínið Clos Mireille Blanc ásamt rauðvíninu Château Romassan Bandol Rouge.Ramos Pinto
Vínhúsið Ramos Pinto var stofnað í Vila Nova de Gaia í Portúgal árið 1880 af bræðrunum Adriano og Antonio Ramos Pinto. Vínhúsið er vel þekkt fyrir yfirburðaþekkingu sína á jarðvegi Duoro svæðisins með þrotlausri vinnu frumherjanna við að finna út hvaða þrúgutegundir henta svæðinu best. Þannig hefur vínhúsinu tekist að rækta og framleiða bestu vínberin í Duoro héraði Portugals. Vínhúsið Ramos Pinto byrjaði fljótt að innleiða róttæka gæðaframleiðslustefnu, allt frá vínviðunum til vínanna. Með því að kaupa fjórar Quintas eða lönd hátt upp í fjöllum m.a.í Upper Douro dal og Cõa dalnum og endurgróðursetja plöntur í ríkjandi granít og kalkríkum jarðvegi, tókst vínhúsinu að vera leiðandi í Portúgölskum rauðvínum, hvítvínum og síðast en ekki síst,púrtvínum. Ramos Pinto á fjögur bú í Douro dalnum: Quinta do Bom Retiro og Quinta da Urtiga, staðsett í Cima Corgo, auk Quinta dos Bons Ares og Quinta de Ervamoira, í Douro Superior. Þetta eru samtals um 360 hektarar af fyrsta flokks vínekrum. Þar á meðal eru 187 hektarar af bestu víngörðum Alto Corgo og Douro Superior ökrunum í hinum fræga Duoro fjalladal sem myndast af Douro ánni og þverám hennar. Ramos Pinto framleiðir yfir 90% af hráefnisþörf sinni. Í Douro dalnum er þetta stærsta framleiðsluhlutfall vínhúss og veitir vínhúsinu nánast algera stjórn á víngerðaraðferðum og uppskerutíma. Púrtvín Ramos Pinto hafa unnið til margvíslega alþjóðaverðlauna, td. gull–og platinum verðlaun frá „The Decanter wine world awards fyrir 20 og 30 ára púrtvínin. Vínhúsið Ramos Pinto er í meirihlutaeigu Louis Roederer frá árinu 1990.
